Sjálfkjörið í aðalstjórn Origo

Sjálfkjörið í aðalstjórn Origo

04.03.2018

Ekki verður greidd­ur út arður til hlut­hafa Origo fyr­ir árið 2018. Þetta var samþykkt á aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins sem fram fór í dag. Vísað er til árs­reikn­ings­ins fyr­ir árið 2017, sem samþykkt­ur var af aðal­fundi, um ráðstöf­un hagnaðar og aðrar breyt­ing­ar á eig­in-fjár­reikn­ing­um. Em­il­ía Þórðardótt­ir, Guðmund­ur Jó­hann Jóns­son, Hild­ur Dungal, Ívar Kristjáns­son og Loft­ur Bjarni Gísla­son voru sjálf­kjör­in í aðal­stjórn Origo og Hjalti Þór­ar­ins­son var sjálf­kjör­inn sem varamaður.