Öryggisofurhetja deildi visku sinni

Öryggisofurhetja deildi visku sinni

09.03.2018

Mikilvægt er að ganga hratt til verks við innleiðingu á öryggisstefnu í tengslum við nýja persónuverndarlöggjöf ESB (GDPR), að því er fram kom á ráðstefnu með öryggisofurhetjunni Paulu Januszkiewicz. Þar kom einnig fram hvernig Microsoft 365 þjónustan getur stuðlað að öryggi en um leið aukið samvinnu starfsfólks.