Skemmtilegasta 5k hlaupið

Skemmtilegasta 5k hlaupið

27.03.2018

Alls 321 hlauparar tóku þátt í hlaupaseríu FH og Bose í Hafnarfirði á dögunum. Kristinn Þór Kristinsson Selfossi sigraði í karlaflokki á 16:27, Ingvar Hjartarson Fjölni varð annar á 17:03 og í þriðja sæti hafnaði Valur Þór Kristjánsson ÍR á 17:18. Í kvennaflokki sigraði Agnes Kristjánsdóttir á tímanum 19:15, í örðu sæti varð Verena Schnurbus á 19:52 og í þriðja sæti hafnaði Jóna Dóra Óskarsdóttir á 19:53. Þátttakendur hlupu 5 km leið um Hafnarfjörð. Hlaupið hófst við Strandgötuna og síðan var hlaupið meðfram stranglengjunni og Norðurbakkanum og snúið við á Herjólfsbraut skammt frá Hrafnistu og til baka. ,,Þetta er metþátttaka hjá okkur í hlaupaseríu FH og Bose. Það var mjög góð stemmning meðal hlaupara og margir voru að ná fínum tímum. Það er gaman að sjá hversu margir eru að mæta hjá okkur í hlaupaseríuna,” segir Hörður J. Halldórsson, formaður hlaupahóps FH.