Flippaðar geimverur á árshátíð

Flippaðar geimverur á árshátíð

28.03.2018

Geimþema var alls ráðandi á fyrstu árshátíð upplýsingatæknifélagsins Origo, sem fór fram í Gullhömrum. Starfsfólk tók svo sannarlega þátt og margir skreyttu sig í anda dagsins, enda vant því að vera með annan fótinn í framtíðinni. Skothelt lið skemmtikrafta lét svo gamminn geisa við mikla gleði veislugesta. Þar á meðal var Eyþór Ingi með ógleymanlegar eftirhermur, hljómsveit Origo steig á svið við gríðarleg fagnaðarlæti og svo spiluðu Hreimur, Vignir og félagar fyrir dansi. Jónsi í Svörtum fötum og Júlíanna Sara leikkona héldu svo dyggilega vel utan um alla veislustjórn.