Valssvæðið ber nafn Origo

Valssvæðið ber nafn Origo

26.04.2018

Knattspyrnufélagið Valur og upplýsingatæknifyrirtækið Origo hafa gert með sér samstarfsamning sem snýr að uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Íþróttahús og keppnisvöllur Vals munu bera nöfnin Origo höllin og Origo völlurinn að Hlíðarenda næstu árin. Origo mun jafnframt vinna með Val að tæknilausnum fyrir núverandi íþróttamannvirki og félagsaðstöðu, framtíðarmannvirki félagsins auk Hlíðarendasvæðisins í heild sinni.