Enginn skrambi eða skolli

Enginn skrambi eða skolli

01.06.2018

Það var enginn skolli eða skrambi á golfmóti Origo (bara eintómir fuglar eins og golfsérfræðingar mundu segja) sem fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Mótið byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja og því skotheld skemmtun fyrir viðskiptavini og fylgifiska. Mótafyrirkomulagið var Texas Scramble og því gátu allir tekið þátt. Botninn var sleginn í mótinu með glæsilegum kvöldverð og verðlaunaahendingu með dúndur græjum úr netverslun Origo.