Allt í botn

Allt í botn

21.07.2018

Hjólreiðafólk lét rigninguna ekkert stoppa sig og fjölmennti á Canon Criterium mótaröðina en 2. umferð fór fram þann 19. júní sl.

Dúndrandi tónlist og hressir áhorfendur heldu uppi stemningunni á svæðinu á meðan þátttakendur keyrðu upp spennuna í keppninni. Criterium keppnisfyrirkomulagið nýtur mikilla vinsælda enda góð skemmtun fyrir bæði áhorfendur og keppendur.

Næstu keppnir í Canon Criterium mótaröðinni fara fram 23. júlí og 9. ágúst nk. en keppnirnar fara fram á lokuðu svæði á Völlunum í Hafnarfirði.