Partípinnar í AS/400 veislu

Partípinnar í AS/400 veislu

22.07.2018

Í tilefni þess að 30 ár voru liðin frá því að IBM AS/400 leit dagsins ljós héldum við afmælisveislu á Nauthóli þann 15. júní 2018. Það var enginn annar en yfirhönnuður AS/400 og oft nefndur "faðir AS/400 tölvunnar", Dr. Frank Soltis sem fagnaði þessum tímamótum með okkur og rifjaði upp sögu þessarar mögnuðu tölvu sem notið hefur svo mikilla vinsælda. Hinn eini eitursnjalli Ómar Kristinsson, sem kom hressilega að sölu og markaðssetningu AS/400 á Íslandi frá upphafi og Björn Hilmarsson, formaður IBM i klúbbsins, rifjuðu einnig upp alla sætu sigra AS/400 á Íslandi í gegnum tíðina.