Origo bikarinn fór hátt á loft

Origo bikarinn fór hátt á loft

23.07.2018

Keppt var um Origo-bikarinn á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fór um helgina á Hólmsvelli í Leiru. Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki og Rúnar Arnórsson úr Keili Hafnarfrði sigraði í karlaflokki en þau fóru bæði taplaus í gegnum mótið!

Úrslit kvenna:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), 2. Helga Kristín Einarsdóttir (GK), 3. Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), 4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK).

Úrslit karla:
1. Rúnar Arnórsson (GK), 2. Birgir Björn Magnússon (GK), 3. Ingvar Andri Magnússon (GKG), 4. Andri Már Óskarsson (GHR).