Hjólafákarnir viðraðir í Canon Criterium

Hjólafákarnir viðraðir í Canon Criterium

25.07.2018

Kristinn Jónsson og Ágústa Edda Björnsdóttir urðu í efstu sætum í A-flokki í þriðju Canon Criterium hjólakeppninni, sem fram fór í gær. Keppnin nýtur ört vaxandi vinsælda enda mikið lagt upp úr skemmtanagildi fyrir áhorfendur; tónlist, hraða og spennu. Fjórða og síðasta Canon Criterium kepnin í ár fer fram 9. ágúst nk. en keppnirnar hafa farið fram á lokuðu svæði á Völlunum í Hafnarfirði. Nánari úrslit er að finna á timataka.net.