Hlaupagikkir Origo létu sig ekki vanta

Hlaupagikkir Origo létu sig ekki vanta

21.08.2018

Um 40 starfsmenn Origo og Tempo skráðu sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram laugardaginn 18. ágúst í blíðskaparveðri.

Tæplega 15 þúsund hlauparar voru skráðir til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu í ár en flestir hlupu í 10 km. hlaupinu eða um átta þúsund. Um 2.900 hlauparar skráðu sig í hálfmaraþon og nálægt 1.500 í maraþon.

Að venju var mikill mannfjöldi í miðbæ Reykjavíkur enda frábær stemning í bænum í góða veðrinu.