Ástríðuljósmyndarar og nýjustu græjurnar

Ástríðuljósmyndarar og nýjustu græjurnar

02.12.2018

Rjóminn af atvinnu- og ástríðuljósmyndurum landsins mætti á Canon hátíðina 2018. Þar sögðu ljósmyndararnir Ragnar Axelsson, Rut Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson ásamt Portúgalanum Joel Santos frá sínum verkefnum. Þá sagði Mike Burnhill, einn helsti EOS sérfræðingur hjá Canon Europe, frá EOS R og framtíðarsýn Canon. Einnig var urmull af Canon ljósmynda-, vídeó- og prentbúnaði auk linsubúnaðar sem gestir gátu skoðað og prófað, m.a. hina nýju EOS R og RF linsur.