Stjörnustríð á RIG

Stjörnustríð á RIG

28.01.2019

Rafíþróttasamtök Íslands stóðu fyrir viðburði á RIG 2019 en dagana 26.-27. janúar kepptu bestu lið landsins í Fortnite, Counter Strike og League of Legends í fyrsta sinn um titilinn Rafíþróttameistari Reykjavíkurleikanna. Þar að auki vann sigurvegarinn í League of Legends sér inn keppnisrétt á “Nordic Championship” á Dreamhack í febrúar, en Dreamhack er stærsti LAN viðburður Evrópu.

Á sunnudeginum var boðið upp á sannkallað Stjörnustríð í Fortnite en þá kepptu Herra Hnetusmjör, Steindi jr., Donna Cruz og Gunnar Nelson samhliða bestu spilurum landsins.