Gervigreind gegn fjársvikum

Gervigreind gegn fjársvikum

30.01.2019

Fjártæknilausnir, sem byggja á hugrænni tölvun (Cognitive computing), voru í sviðsljósinu á viðburði okkar um varnir gegn fjársvikum. Þar sögðu sérfræðingar frá tæknirisanum IBM frá lausnum gegn peningaþvætti, notkun á gervigreind gegn fjármálasvikum og ráðgjöf vegna opnun bankakerfisins (Open banking). Slíkar lausnir hafa allar það sammerkt að auka skilvirkni, uppfylla enn betur þarfir viðskiptavina, auka öryggi og tryggja áhættustýringu. Með hugrænni tölvun er hægt að sameina mannlega vitsmuni og skapa getu til þess að vinna úr og geyma áður óþekkt magn gagna, með meiri hraða en áður.