Fuglaljósmyndun í máli og myndum

Fuglaljósmyndun í máli og myndum

10.04.2019

Fuglavernd, Canon og Origo efndu til viðburðar þann 9. apríl þar sem fuglaljósmyndararnir Bjarni Sæmundsson, Björgvin Sigurbergsson og Yann Kolbeinsson sýndu ljósmyndir og fræddu fólk um fuglaljósmyndun.

Ólafur Karl Nielsen, formaður Fuglaverndar, opnaði viðburðinn og fjallaði um grunnstoðir fuglaverndar, þ.e. tegundavernd, búsvæðavernd, sjálfbæra nýtingu og endurheimt vistgæða og þá hvernig ljósmyndarar með verkum sínum geta miðlað þessu til almennings.

Við hjá Origo sýndum úrval af Canon myndavélum og linsum, m.a. hina nýju EF 400/2.8L IS III USM sem er léttasta 400mm f/2.8 linsa í heimi.