Sjálfvirkni í ferðatækni

Sjálfvirkni í ferðatækni

13.05.2019

Við vorum að sjálfsögðu á staðnum þegar IcelandTravelTech sýningin fór fram í Hörpu þann 10. maí sl.

Sérfræðingar okkar í ferðalausnum kynntu Caren bílaleigulausnina og Cover hótellausnirnar. Einnig kynntum við Origo Snjallboxin sem henta fyrir vöruafhendingar og eignaumsýslu sem og sjálfsafgreiðslulausnir fyrir fyrirtæki.

Iceland TravelTech er sameiginlegt verkefni Íslenska ferðaklasans og Ferðamálastofu sem miðar að því að auka áherslu á tækni í íslenskri ferðaþjónustu.