Leiðtogafærni í eldlínunni

Leiðtogafærni í eldlínunni

11.05.2019

Nordic HR Summit er ráðstefna sem haldin er árlega af félögum mannauðsfólks á Íslandi, Noregi, Svíðþjóð, Danmörku og Finnlandi. Ráðstefnan var haldin í Hörpu 10. maí sl., en þema ráðstefnunnar í ár var „Leadership drives diversity“ þar sem fjallað var um jafnréttismál og leiðtogafærni.

Á ráðstefnuna mættu um 200 mannauðsstjórar, stjórnendur og sérfræðingar í mannauðsmálum frá Norðurlöndunum. Sérfræðingar í mannauðs- og launalausnateymi Origo voru á staðnum og kynntu Kjarna fyrir gestum og gangandi.