Svona á golf að vera

Svona á golf að vera

24.05.2019

Veðrið var frábært og stemningin eftir því þegar golfmót viðskiptavina Origo fór fram á Korpúlfsstaðarvelli í gær.

Keppt var með "Texas Scramble" fyrirkomulagi þar sem allir kylfingar slógu upphafshögg og besta högg var valið. Mótið, sem var í boði Arrow, samstarfsaðila Origo, hentaði því bæði fyrir byrjendur og lengra komna og margir sem náðu draumahöggum í blíðunni.

Lið skipað þeim Halldóri B. Hreinssyni, Sæmundi Friðjónssyni, Guðbjarti Haraldssyni og Sveini Kristni Ögmundssyni lék á 58 höggum og hafnaði í fysta sæti eftir harða keppni.

Guðmundur Daði Rúnarsson, Guðmundur Kr. Hallgrímsson, Jónas Hagan og Örn Þór Alfreðsson voru í öðru sæti á 62 höggum (betra skor á seinni níu en liðið í þriðja sæti).

Gylfi Gunnarsson, Halldór Grétar Einarsson, Þorleifur Jónasson og Valtýr Gíslason höfnuðu í þriðja sæti, einnig á 62 höggum.

Þá lentu Salmann Héðinn Árnason, Jóhannes Karl Sigursteinsson, Hafsteinn Sv. Hafsteinsson og Gísli Þorsteinsson í fjórða sæti á 63  höggum.

Næst holu:                          

13. hola: Jóhannes Guðjónsson (222 cm)

17. hola: Sigþór Hilmisson (108 cm)

22. hola: Sæli (370 cm)

25. hola: Steinþór (673 cm)

Glæsileg verðlaun voru fyrir fyrstu fjögur sætin frá Bose, Sony, Google og LIFEX.