Listin að vinna með Z-kynslóðinni

Listin að vinna með Z-kynslóðinni

24.09.2019

Framtíðin er í senn spennandi og ógnvekjandi. Allar horfur eru á að á komandi árum og áratugum muni tæknin taka risastökk fram á við og gjörbreyta vinnumarkaðinum. Gervigreind og sjálfvirkni eiga eftir að og um leið gera sum störf með öllu óþörf. Okkur langar öll að njóta ávaxta framfaranna en óttumst líka að tæknin muni hafa af okkur lifibrauðið, segir Alexandra Levit sem hélt magnað erindi um vinnustað ársins 2030.

Hlutverk stjórnandans snertir segir Levit að unga fólkið sem núna er að koma inn á vinnumarkaðinn nálgist stöf sín með öðrum hætti en eldri kynslóðir og stjórnunaraðferðir sem áður hafi reynst vel séu óðum að úreldast.

„Þetta er Z-kynslóðin svokallaða – fólk fætt eftir 1996 – sem hefur upp til hópa tileinkað sér annars konar viðhorf, áherslur og vinnubrögð en kynslóðirnar sem á undan komu. Um er að ræða drífandi og tæknivædda kynslóð sem hefur alist upp við það að biðja Siri eða Google um svar í hvert skipti sem spurning brennur á þeim," sagði Levit meðal annars í samtali við Morgunblaðið.