Vinningshugmyndin með Omar Johnson

Vinningshugmyndin með Omar Johnson

18.10.2019

Þegar Omar Johnson tók við hjá Beats by Dre skapaði hann flatt skipulag og hvatti alla; nýja sem gamla starfsmenn, að taka þátt í hugmyndavinnunni. Um leið lagði hann áherslu á samtal við raunverulega notendur vörunnar í stað gagnaöflunar. Á þessum tíma fór Beats úr því að vera 180 milljón dollara fyrirtæki í alþjóðlegan risa upp á 1,1 milljarð dollara.

Omar hélt frábæran fyrirlestur um reynslu sína í gegnum tíðina; einfaldari markaðmál og hvernig starfsfólk getur komið auga á vinningshugmyndina.