Skuggalegir trúðar

Skuggalegir trúðar

05.11.2019

 Starfsfólk Origo sló öll met í búningum, leikmunum og förðun fyrir hið árlega Hrekkjavökupartý sitt þetta árið. Búningar voru úr ýmsum áttum en greinilegt að þema úr It bókunum og kvikmyndunum úr smiðju Stephens King var víða ráðandi í búningum og förðun.

„Metnaður starfsfólks er ótrúlegur enda var þetta frábærlega vel heppnuð skemmtun. Starfsmannafélagið á svo sannarlega heiður skilið fyrir magnaðan undirbúning. Það var búið að skreyta kjallarann með fullt af hryllilegum leikmunum sem gerði upplifunina einstaka. Kvöldið tókst frábærlega og allir héldu heim á leið afar glaðir í bragði. Þá var starfsfólk í verslun og móttöku búið að mála sig og afgreiddi viðskiptavina vini þannig allan daginn,“ segir Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo sem segist bíða spenntur eftir næsta Hrekkjavökuteiti enda verði gaman að sjá hvað félagar sínir  í Origo munu töfra fram þá.