Stafræn umbreyting Tottenham
18.11.2019
Jack Allen, markaðsstjóri Tottenham Hotspur, sagði frá stafrænni vegferð félagsins á miklum breytingartímum í sögu þess, viðskiptamódeli félagsins sem hverfist um hinn stórglæsilega leikvang þess og hvernig umbreyting þess hefur byggst á stafrænum leiðum og þátttöku aðdáenda.
Þá fjallaði Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku banka, um það hvernig Kviku tókst að opna netbanka á fimm mánuðum.