Páskabingóið varð að fjarbingói

Páskabingóið varð að fjarbingói

04.04.2020

Hátt í 300 starfsmenn auk fjölskyldna þeirra tóku þátt í árlegum páska bingói Origo, sem var með töluvert breyttu sniði í ár. Nú var það haldið í gegnum fjarfundabúnað, en það kom ekki að sök. Stemmning var mögnuð enda tekur fólk allri afþreyingu og tilbreytingu fagnandi í miðju samkomubanni.