Notendaskilmálar

Skilmálar

Notendaskilmálar

1. Almennt

Vefur Origo, origo.is, er í eigu Origo, kt: 530292-2079, Borgartúni 37, 105 Reykjavík. Með notkun á þessum vef samþykkir þú að vera bundin(n) af þessum skilmálum og að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum sem kunna að gilda um notkun á vefnum.

Þessir skilmálar eiga við vef Origo og alla notkun á undirsíðum hans, þ. á m. á Netverslun Origo og Mínum Síðum Origo.

Vinsamlega ekki skoða eða nota vefinn ef þú samþykkir ekki þessa skilmála.

Um skilmála þessa gilda íslensk lög og skulu öll deilumál sem kunna að rísa vegna þeirra heyra undir lögsögu íslenskra dómstóla.

2. Aðgangur að Mínum síðum og Netverslun

Notendur geta stofnað til aðgangs að Mínum Síðum og Netverslun Origo.

Notendur bera alla ábyrgð á að halda aðgangsupplýsingum sínum leyndum og er þeim óheimilt að deila aðgangsupplýsingum með þriðja aðila.

Í tengslum við Mínar Síður skulu notendur með stjórnendaaðgang bera ábyrgð á því hvaða notendur hafa aðgang og að aðgangur þeirra aðila sem t.a.m. láta af störfum verði afturkallaður eða gerður óvirkur.

3. Tengdar vefsíður

Origo ber enga ábyrgð á þeim vefsíðum þriðju aðila sem vísað er til á vefsíðu Origo. Eru notendur hvattir til að kynna sér þá skilmála sem gilda um slíkar vefsíður.

4. Vefkökur og vinnsla persónuupplýsinga

Origo notar vefkökur á vefsíðu sinni, t.a.m. í þeim tilgangi að greina hvernig notendur nota síðuna. Nánar er fjallað um notkun á vefkökum á vefsíðu Origo í vefkökustefnu félagsins og vísast til hennar.

Þá er í persónuverndarstefnu Origo að finna upplýsingar um hvernig Origo vinnur með persónuupplýsingar í tengslum við notkun á vefsíðu félagsins.

5. Fyrirvari um ábyrgð

Allar upplýsingar á vef Origo hvort sem um er að ræða almennan texta, vöru- og/eða þjónustulýsingar, verð eða myndir eru birtar með fyrirvara um villur.

Origo ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna notkunar/misnotkunar þriðja aðila á Mínum Síðum Origo eða Netverslun, nema annað leiði af lögum.  

6. Hugverk

Allar upplýsingar á vef Origo, þar með talið texti, myndir og önnur gögn, er bundið hugverkarétti Origo, þ.m.t. höfundarrétti. Þá er vörumerki Origo háð einkarétti félagsins og öll notkun á slíkum merkjum skal vera í samræmi við leyfi og fyrirmæli Origo.

7. Breytingar á notkunarskilmálum

Origo er heimilt að endurskoða og breyta notkunarskilmálum hvenær sem er án fyrirvara. Uppfærðir skilmálar taka gildi um leið og þeir eru birtir á vef Origo.

Notkunarskilmálar þessir voru síðast uppfærðir 01.október 2021.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000