Samfélagsleg ábyrgð

Samfélagsstefna Origo hefur verið römmuð inn í tengslum við ungt fólk, menntun og nýsköpun, sem hafa verið grunnþættir í þeim verkefnum sem félagið hefur styrkt um nokkurt skeið. Samfélagsstefna Origo byggir áfram á þessum áherslum en er nánar útfærð til að taka til fjögurra meginstoða, sem eru:

Góðir stjórnarhættir
Mannauður
Umhverfi
Styrkir við góð málefni
Samfélagsleg ábyrgð

Góðir stjórnarhættir

Stjórnarhættir

Stjórn Origo hf. leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgja „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út.

Stjórnun

Stjórnkerfi Origo tekur mið af lögum um hlutafélög.

Skipurit félagsins

Eignarhald

Hlutafé félagsins er skráð í Kauphöll Íslands. Á vef félagsins má finna nánari upplýsingar um hluthafa Origo.

Mannauðsstefna

Mannauður

Starfsfólk Origo skipa höfuðsess í velgengni fyrirtækisins en mannauðsstefnan er grundvölluð á þeirri meginstefnu að starfsmenn njóti ánægju og velferðar í störfum sínum. Leiðarstef í mannauðsstefnu Origo eru eftirfarandi, en þeim er nánar lýst í mannauðsstefnu félagsins.

Þrjár konur stilla sér saman upp við vegg
Samfélagsleg ábyrgð

Umhverfi

Umhverfisstefna Origo er sett fram til að leggja áherslu á að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í daglegri starfsemi. Meginmarkmið er að Origo leggi sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar.

Maður í jakkafötum stendur við hjólið sitt og kíkir í símann
Samfélagsleg ábyrgð

Styrkir við góð málefni

Það er stefna Origo að efla tengsl tæknigreina á mismundi skólastigum við atvinnulífið, ýta undir nýsköpun í tæknigreinum, hvetja nemendur til að hefja nám í slíkum greinum, efla stoðir slíks náms og tryggja nægilegt framboð framúrskarandi tæknimenntaðs starfsfólks á komandi árum. 

Origo styrkir því verkefni sem hafa það markmið að efla nýsköpun og hvetja ungt fólk til þátttöku í tæknigreinum. Meðal verkefna sem styrkt hafa verið eru:

Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups.
Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema í Háskólanum í Reykjavík.

Háskólanemar vinna saman að nýsköpunarverkefni
Siðareglur

Siðareglur Origo

Siðareglur þessar ná til allrar starfsemi Origo og gilda fyrir alla starfsmenn, vertaka og til stjórnar félagsins. Reglunum er ætlað að leiðbeina starfsfólki og stjórn við framkvæmd daglegra starfa með hagsmuni Origo að leiðarljósi. Hlutverk Origo er að virkja hugvit starfsfólks til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina.

Starfsmönnum skulu kynntar siðareglur félagsins við upphafi starfs og eftir því sem þurfa þykir. Þær eru aðgengilegar á ytri vef fyrirtækisins. Brot á siðareglum getur leitt til áminningar eða uppsagnar eftir atvikum. Öll vafatilvik skulu borin undir framkvæmdastjórn og forstjóra.

Samþykkt í framkvæmdastjórn Origo 27. febrúar 2019

Heiðarleg samskipti

Við tileinkum okkur heiðarleg samskipti.

Við komum fram af virðingu við viðskiptavini, birgja og samstarfsmenn.
Við viðhöfum ekki niðrandi ummæli um vörur og þjónustu keppinauta.
Við gætum allaf sanngirni og jafnræðis í störfum okkar.

Góðir viðskiptahættir

Við stundum góða viðskiptahætti.

Við selja vörur og þjónustu í krafti eigin kosta og gæða og góðarar þjónustu.
Við berum virðingu fyrir þeim verðmætum sem okkur er treyst fyrir og þeim vörum sem við seljum frá birgjum.
Við mismunum ekki viðskiptavinum eða birgjum á ólögmætum eða ómálefnalegum forsendum.

Trúnaður

Við virðum trúnað.

Við virðum þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptavina og birgja.
Við nýtum okkur ekki upplýsingar sem við fáum í störfum okkar í eigin þágu eða þágu tengdra aðila.

Lög og reglur

Við fylgjum lögum og reglum.

Við förum eftir þeim lögum og reglugerðum sem eiga við um starfsemi fyrirtækisins.
Við fylgjum þeim innri reglum sem settar hafa verið og kynntar starfsfólki.

Mútur

Við þyggjum ekki mútur.

Við þiggjum hvorki gjafir né þjónustu eða persónulegan greiða sem geta haft áhrif á viðskipti.
Við þiggjum ekki boðsferðir nema slík ferð hafi skýran viðskiptalegan tilgang.
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000