TilkynningInnköllun á Lenovo ThinkPad X1 Carbon 5th Generation model 20HQ20. febrúar 2018

Lenovo hefur ákveðið að innkalla ThinkPad X1 Carbon 5th Generation model 20HQ en komið hefur í ljós að í vélum framleiddum á tímabilinu desember 2016 til október 2017 er möguleiki á því að skrúfa hafi ekki verið nógu vel hert en það getur leitt til skemmda á rafhlöðu vélarinnar.

Á þjónustuvef Lenovo má finna nánari upplýsingar um innköllunina auk þess sem hægt er að slá inn raðnúmer vélar og fá staðfest hvort hún falli undir þessa innköllun eða ekki.

Við biðjum viðskiptavini okkar að koma með vélarnar sínar á verkstæðið okkar sem fyrst. Á verkstæðinu er kannað hvort viðkomandi vél hafi þennan ágalla og ef svo er þá er hún lagfærð meðan beðið er. Reikna má með að framkvæmdin í heildina taki ekki nema 15 mínútur.

Verkstæðið okkar er staðsett að Köllunarklettsvegi 8, 104 Rvk., og er opið alla virka daga frá kl. 09:00 - 17:00. Hægt er að panta tíma með því að hafa samband við þjónustuver Origo í síma 516-1900 eða senda tölvupóst á verkstaedi@origo.is.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Við viljum einnig taka það fram að við höfum ekki haft fregnir af neinum skaðlegum tilfellum tengdum þessari innköllun.

Sjá fleiri tilkynningar

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000