TilkynningBreyttir verkferlar vegna duldra auglýsinga3. október 2018

Origo hefur fengið áminningu frá Neytendastofu vegna notkunar á duldum auglýsingum á vef Trendnets en fjallað var um málið á Vísi þann 2. október. Við leggjum kapp á að virða hagsmuni neytenda og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slík staða komi upp aftur. Það er í okkar hag að allar umfjallanir um vörur eða þjónustu Origo séu vel merktar og að enginn vafi leiki á að um kostaða kynningu og auglýsingu sé að ræða.

Við höfum nú þegar endurskoðað verkferla innanhúss og breytt starfsháttum þegar kemur að því að vinna með þriðja aðila. Framvegis þurfa þeir aðilar sem við vinnum með að skrifa undir yfirlýsingu þar sem þeir heita því að allt efni sem tengist vörum eða þjónustu Origo sé rétt merkt sem auglýsing og fylgi reglum Neytendastofu (pdf).

Í leiðbeiningum sínum leggur Neytendastofa til eftirfarandi merkingar fyrir innlegg af þessum toga, að því er fram kemur á vísir.is.

 • „Auglýsing“
 • „Kynning“
 • „Kostuð umfjöllun“
 • „Unnið í samstarfi við (fyrirtækið X)“
 • „Ég fékk þessa (skó) að gjöf frá (fyrirtækinu X)“
 • „Þessi umfjöllun er styrkt af (fyrirtækinu X)“
 • „Ég fæ borgað frá (fyrirtækinu X) fyrir þessa umfjöllun“

Ef umfjöllunin er á samfélagsmiðlum, til dæmis á Instagram eða Facebook, þá þarf text að vera í tengslum við myndina þannig að lesandinn fái tilkynninguna samtímis. Það nægi að merkja með #auglýsing eða segja frá því með öðrum hætti í textanum að greitt hafi verið fyrir umfjöllun eða endurgjald komið fyrir.

Á bloggum, vefsíðum og samfélagsmiðlum þarf til dæmis að hafa eftirfarandi í huga:

 • Ef greitt er fyrir eða annað endurgjald veitt fyrir að setja inn mynd af vöru/þjónustu þá þarf að merkja það sem auglýsingu.
 • Ef viðkomandi fékk sendar vörur og skrifar um það þá þarf að merkja það sem auglýsingu.
 • Það sama gildir ef fólk fær lánaðar vörur til þess að fjalla um í innleggi.
 • Það sama gildir óháð því hvort viðkomandi hafði samband við fyrirtækið eða fyrirtækið hafði samband við viðkomandi.
 • Það skiptir ekki máli að engin skylda sé til þess að skrifa um vöruna/þjónustuna eða að umfjöllunin lýsi raunverulegum skoðunum þess sem skrifar.
 • Ef fyrirtæki starfrækir og rekur eigin vefsíðu, bloggsíðu eða prófíl á samfélagsmiðli þá þarf að koma skýrt fram að það sé fyrirtækið sem starfrækir og rekur vefsvæðið.
Sjá fleiri tilkynningar

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000