TilkynningUppfærð tilkynning vegna COVID-1921. september 2020

Móttaka og verslun Origo í Borgartúni 37 verður lokuð mánudaginn 12. október vegna smits sem kom upp hjá starfsmanni. Unnið er að því að sótthreinsa verslun og móttöku til að tryggja ýtrustu sóttvarnir.

Í ljósi mikils fjölda nýrra smita undanfarið þá hefur Origo stillt starfsemi félagsins af til þess að lágmarka áhættu á smitum og tryggja rekstur og þjónustustig.

Skipulag Origo gerir ráð fyrir að fjöldi starfsfólks á hverju hólfaskiptu svæði fari ekki umfram 20. Skipulagshópum innan sviða er skipt upp til þess að lágmarka áhættu á smiti og starfsfólk vinnur í fjarvinnu eigi það þess kost. Skipulagshópum innan sviða hefur verið skipt upp til þess að lágmarka áhættu á smiti.

Allar áætlanir Origo miðast við að tryggja rekstur og þjónustustig og halda úti hefðbundinni starfsemi eins og kostur er.

Við viljum benda á netverslun og afhendingu á vörum í snjallboxum sem staðsett eru við Borgartún 37 og Köllunarklettsveg 8.

  • Starfsfólk sinnir sínum verkefnum í fjarvinnu þar sem því verður við komið.
  • Fjöldi starfsfólks í höfuðstöðvum á hverjum tíma haldið í lágmarki.
  • Frestun á kynningum og ferðalögum frestað tímabundið til þess að verja starfsfólk og starfsemi.
  • Fjarlægð milli starfsmanna og viðskiptavina sem sækja þjónustu í verslun, lager og verkstæði miðast við 2 metra.
  • Samskipti og fundir, bæði innanhúss og við viðskiptavini fara að mestu leiti fram með stafrænum hætti í stað hefðbundinna funda.
  • Heimsóknum ytri aðila í höfuðstöðvar haldið í algjöru lágmarki.

Áætlanir Origo miða að því að tryggja rekstur og þjónustustig í gegnum öll stig viðbragðsáætlunar og halda úti venjubundinni starfsemi eins og kostur er.

Öryggisráð Origo kemur reglulega saman til að fara yfir stöðu og tekur ákvarðanir ef þess gerist þörf auk þess að upplýsa starfsmenn.

Ef svo ólíklega vill til að Origo geti ekki sinnt þörfum allra viðskiptavina og þurfi að takmarka þjónustu mun Origo forgangsraða í þágu almannahagsmuna með áherslu á nauðsynlega og mikilvæga innviði landsins.

Áherslur Origo miða að því að viðhalda þjónustu og gert er ráð fyrir að aðgerðir að þessu sinni verði endurskoðaðar að viku liðinni.

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið abending@origo.is.

Sjá fleiri tilkynningar

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000