TilkynningDDoS varnir Origo og viðskiptavina1. júní 2021

Stefna Origo í öryggismálum gerir þá kröfu að netöryggi hjá Origo sé með því besta sem gerist, af þeirri ástæðu höfum við hjá Origo tekið ákvörðun um að verja alla viðskiptavini í internetþjónustu okkar fyrir DDOS árásum.

Cloudflare er leiðandi á heimsvísu í öryggisþjónustu fyrir netkerfi og er Origo samstarfsaðili Cloudflare á Íslandi þá býður Origo sínum viðskiptavinum aðgang að svo kallaðri Magic Transit þjónustu frá Cloudflare.

Þessi ákvörðun er tekin til þess að tryggja sem mest rekstraröryggi þeirra viðskiptavina sem kaupa internetþjónustu af Origo.

Við teljum að með þessari þjónustuaukningu séum við að bjóða eins fullkomnar varnir fyrir DDOS og kostur er á.

Þessi breyting hefur í för með sér hækkun á þjónustugjöldum um næstkomandi mánaðarmót. Hver og einn viðskiptavinur er settur í viðeigandi þjónustupakka og er kostnaðurinn sem samsvarar um það bil 1/3 að niðurhalsverðinu. Kjósi viðskiptavinir að þiggja ekki DDOS vörnina þá þurfa þeir að hafa samband til að ræða nánari útfærslur á DDOS vörnum sínum.

Vinsamlegast beinið spurningum og fyrirspurnum að Arnþóri Birni Reynissyni : abr@origo.is

Sjá fleiri tilkynningar

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagar - Lokað
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000