Villa í EMC hugbúnaði Lenovo fartölva < Origo

 
 

Villa í EMC hugbúnaði Lenovo fartölva

12.05.2016

Vakin er athygli á að til staðar er á villu í EMC hugbúnaði sem fygldi sumum ThinkPad fartölvum og valdið getur hægagangi á þeim og miklu álagi á netkerfi.

Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til þess að setja upp utanáliggjandi EMC NAS Lifeline diskakerfi og er óþarfur ef slíkur búnaður er ekki tengdur vélinni.

Nýherji hvetur eigendur þessara vélagerða til þess að fylgja leiðbeiningum sem finna má á eftirfarandi slóðum, en þær veita upplýsingar á hvaða vélagerðum þessi hugbúnaður sé til staðar og hvernig hægt sé að uppfæra hann eða fjarlægja.

Athugið að sé vél sett upp að nýju frá geisladiski eða svæði endurheimtar á diski tölvunnar (recovery partition) þá þarf að endurtaka innsetningu á lagfæringunum.

Nánari upplýsingar: