Möguleg öryggisglufa í Bios < Origo

 
 

Möguleg öryggisglufa í Bios

09.08.2016

Fundist hefur villa í skriftu frá Intel sem veikir öryggi pc véla í gegnum bios og er villan þess eðlis að hana ber að taka alvarlega þó að með réttri meðhöndlun sé öryggi tryggt. Hér er um að ræða villu sem hefur áhrif á alla vélaframleiðendur sem nýta sér Intel íhluti í vélar sínar. Lenovo er að vinna að lausn á þessu vandmáli í samstarfi við Intel og aðra þá aðila sem tengjast þessu. Upplýsingar um framgang aðgerða og síðar lausn verður að finna á meðfylgjandi slóð og hvetjum við notendur til að kynna sér yfirlýsingu Lenovo á þessu mál og einnig fylgjast með framgangi þess. Fjölmargar vélar eru án vandamála en aðrar fá úrlausn í ágúst og september.

Eins og sjá má á heimasíðu Lenovo sleppa flestar PC vélar og nýrri ThinkPad vélar frá Lenovo en notendur verða samt að fylgjast með sinni vélargerð.

Öryggisráðstafanir sem gott er að gera ef notendur hafa áhyggjur af öryggi:

  • Virkja “Secure Boot” í bios
  • Nota bios lykilorð
  • Nota Windows frekar sem notandi án réttinda (ekki admin aðgangur)
  • Ræsa aðeins forrit frá traustum framleiðendum og vefsíðum

Slóð á fréttina frá Lenovo en þar má finna frekari upplýsingar og góð ráð:

https://support.lenovo.com/us/en/solutions/LEN-8324