Villa við uppfærslu á Windows 10 stýrikerfinu á Lenovo tölvubúnaði < Origo

 
 

Villa við uppfærslu á Windows 10 stýrikerfinu á Lenovo tölvubúnaði

31.08.2016

Vandamál hefur komið upp sambandi við nýjustu uppfærslu á Windows 10 stýrikerfinu sem kallast Windows 10 Anniversary Update.

Microsoft gerði breytingar á Windows 10 með það að markmiði að auka öryggi og leyfa því ekki lengur rekla sem ekki eru „digitally signed“. Það veldur því að Intel skjárekill dettur út og skjárinn verður svartur eða að tölva ræsir ekki upp í stýrikerfið.

Unnið er að varanlegri lausn en hægt er að leysa vandamálið með því að fara inn í BIOS og aftengja „Secure boot“. Fylgja má leiðbeiningum frá Lenovo á ensku hér. 

Athugið að með því að aftengja "Secure boot" minnkar öryggi tölvurnnar tímabundið uns lausn finnst. Við hvetjum notendur svo til þess að breyta BIOS aftur þegar lausn er komin.

Ef slíkar leiðbeiningar duga ekki er hægt að hafa samband við verkstaedi@nyherji.is eða í síma 569 7777. Við erum tilbúin að aðstoða viðskiptavini eins og kostur er.