Um Bose Connect < Origo

 
 

Um Bose Connect

21.04.2017

Vegna umfjöllunar um smáforritið Bose Connect vill Bose koma því á framfæri að fyrirtækið hlerar ekki samskipti, selur ekki né safnar upplýsingum út frá nafni notenda, að því er fram kemur á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu Bose.

Í skilmálum Bose Connect forritsins kemur fram að Bose áskilur sér rétt til þess að kanna upplifun notenda til þess að bæta gæði vörunnar og auka samhæfni við ný tæki. Þess má geta að notendur þurfa ekki að nota Bose Connect frekar en þeir vilja. 

Hér er hægt að lesa skilmála Bose um Bose Connect.

Það má benda á að flest tæki, sem tengjast netinu og nota hugbúnað, safna upplýsingum til að bæta eiginleika vörunnar og lagfæra villur. Þetta á jafnt við um stýrikerfi og tengihugbúnað eins og Bose Connect.