WannaCry Cryptolocker - Hvað ber að varast? < Origo

 
 

WannaCry Cryptolocker - Hvað ber að varast?

14.05.2017

Hrina af Cryptolocker árásum átt sér stað frá því á föstudag út um allan heim. Cryptolocker-inn sem um ræðir gengur undir nafninu WannaCry (ber nokkur mismunandi heiti t.a.m. WCry, og Wanna Decryptor). Virkni Cryptolocker er t.d. með þeim hætti, en takmarkast ekki við að öll gögn séu tekin í gíslingu. Þannig að sá sem verður fyrir árás kemst ekki í gögn nema að greiða lausnargjald.

Ef heil afrit eru til staðar þá er endurheimt möguleg með því að fara í þá aðgerð að „strauja“ sýktan búnað og uppsetja að nýju að afritum lokinni. 

Þetta er með alvarlegri öryggisbrotum af þessu tagi sem sést hafa í fjölda ára og full ástæða til að hafa allan varan á. Það er ekki gott að segja nákvæmlega til um dreifingu og áhrif þessarar óværu en vitað er að hún hefur dreift sér til um 170 landa og áætlað að hún hafi þegar náð að sýkja 300.000 tölvur þegar þessi orð eru skrifuð að kvöldi 14. maí. 

Tæknimenn Nýherja hafa frá því að þetta tilfelli kom upp unnið hörðum höndum að því að uppfæra varnir á búnaði sem fyrirtækið rekur og þjónustar til þess að koma í veg fyrir og lágmarka tjón eða óþægindi sem viðskiptavinir gætu orðið fyrir.

Hvað þurfa viðskiptavinir Nýherja að hafa í huga?

Ef upp koma tilfelli þar sem grunur leikur á að um Cryptolocker sé að ræða þá er afar mikilvægt að slökkva strax á útstöðinni og hafa samband við þjónustuborð Nýherja.

Eins og ávalt er einnig afar mikilvægt að muna:

  • Byrja daginn á því að uppfæra tölvu og setja inn allar uppfærslur áður en tölvupóstur er lesinn eða farið að vafra um netið
  • Alls ekki fara á slóðir á netinu sem þú þekkir ekki veist ekki hvað er
  • Alls ekki opna viðhengi í tölvupóst frá einhverjum sem þú þekkir ekki
  • Ekki opna viðhengi sem líta undarlega út frá fólki sem þú þekkir
  • Bókstaflega halda öllum smellum á netinu í algjöru lágmarki

Þó búið sé að leggja mikla vinnu í að koma á vörnum til þess að lágmarka það tjón sem hlotist getur af óværu af þessu tagi þá er aldrei 100% öruggt að ekki komi upp einhver tilfelli um smit. Það sem gerir þetta tilfelli einstaklega erfitt viðureignar er sú mikla dreifing sem nú þegar hefur átt sér stað.

Nýherji leggur áherslu á að halda áfram með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir og lágmarka áhrif þessa Cryptilocker og mun aðstoða viðskiptavini eftir fremsta megni ef þess gerist þörf.

Kveðja, starfsfólk Nýherja.