Öryggisgalli í þráðlausum nettengingum < Origo

 
 

Öryggisgalli í þráðlausum nettengingum

16.10.2017

Komið hefur í ljós öryggisgalli í þráðlausum nettengingum („Krack“ eða „Key Reinstallati­on Attacks“), sem hefur áhrif á flest öll tæki sem notast við þráðlaus samskipti. Þar á við allan almennan notendabúnaði eins og snjallsjónvörp, fartölvur og símtæki svo dæmi séu tekin.

Um er ræða galla í öryggisstaðlinum WPA2, sem sér um að dulkóða gögn yfir þráðlaus netkerfi.

Flest allir framleiðendur á notendabúnaði hafa beint notendum sínum á að nota WPA2 staðalinn fyrir örugg samskipti. Af þeim sökum er þessi öryggisgalli talinn víðtækur . 

Öryggisgallinn uppgötvaðist hjá rannsóknateymi við háskóla Belgíu en ekki hjá tölvuþrjótum og því minni líkur á að misnotkun hafi átt sér stað.

Nýherji hvetur notendur engu að síður til þess að fylgjast með umræðu um málið og uppfæra hjá sér hugbúnað til þess að koma í veg fyrir mögulega misnotkun. 

Nánar um gallann á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.