Uppfærð tilkynning vegna COVID-19 < Origo

 
 

Uppfærð tilkynning vegna COVID-19

25.03.2020

 • Í kringum 90% starfsfólks er komið í fjarvinnu til að lágmarka áhættu á að  hópsmit eigi sér stað og til þess að vernda starfsemi Origo og þjónustu við viðskiptavini. Þeir sem enn vinna á starfsstöðum Origo er starfsfólk verslunar, tæknifólk og þeir sem starfa í Þjónustumiðstöð. Þessi breyting hefur ekki haft í för með sér nein frávik í rekstri eða þjónustu Origo.
 • Allar áætlanir okkar miðast við að tryggja rekstur og þjónustustig og halda úti hefðbundinni starfsemi eins og kostur er.
 • Nokkuð álag er á þjónustuborði og rekstrarþjónustu og því geta viðskiptavinir upplifað töf í einstökum tilvikum. Við viljum þakka þeim sýnda biðlund og þolinmæði.
 • Enn fremur viljum við benda á netverslun.is og afhendingu á vörum í snjallboxi sem staðsett eru í Borgartúni 37 og á Köllunarklettsvegi 8.

Neyðarstig virkjað 8. mars

Neyðarstig Origo (samkvæmt Viðlagaáætlun) var virkjað þann 8. mars í kjölfar tilkynninga Almannavarna og Sóttvarnalæknis. Starfsmenn Origo voru strax upplýstir um viðbragðsáætlun og tilmælum komið til þeirra í samræmi við áætlun.

Origo hefur einnig gripið til eftirfarandi ráðstafana:

 • Kynningum og ferðalögum hefur verið frestað tímabundið til þess að verja starfsmenn og starfsemi. Origo hefur tekið í notkun vefvarp til að ná til viðskiptavina með nýjum hætti.
 • Fjarlægð milli starfsmanna og viðskiptavina sem sækja þjónustu í verslun, lager og verkstæði er samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis.
 • Samskipti eru að mestu leyti með stafrænum hætti í stað hefðbundinna funda.
 • Heimsóknir frá birgjum hefur verið frestað.

Áhersla á að viðhalda þjónustu

 • Eðli málsins samkvæmt þar sem um er að ræða áður óþekktan og alvarlegan smitsjúkdóm er ekki hægt að fullyrða á þessu stigi hvort það eigi eftir að koma til þjónustuskerðingar.
 • Þar sem framleiðslugeta tölvubirgja hefur eitthvað raskast má búast við því að afgreiðsla á tölvubúnaði tefjist. Aðgengi að varahlutum hefur ekkert breyst þar sem vörulager er á nokkrum stöðum í heiminum.
 • Áætlanir Origo miða að því að tryggja rekstur og þjónustustig í gegnum öll stig viðbragðsáætlunar og halda úti venjubundinni starfsemi eins og kostur er.
 • Öryggisráð Origo kemur reglulega saman til að fara yfir stöðu og tekur ákvarðanir ef þess gerist þörf auk þess að upplýsa starfsmenn.
 • Ef svo ólíklega vill til að Origo geti ekki sinnt þörfum allra viðskiptavina og þurfi að takmarka þjónustu mun Origo forgangsraða í þágu almannahagsmuna með áherslu á nauðsynlega og mikilvæga innviði landsins.

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið abending@origo.is.