Origo hóf undirbúning og virkjaði viðlagaáætlun vegna mögulegra jarðhræringa á Reykjanesi strax og þeirra varð vart 2019.
Markmiðið með viðlagaáætlun er að vernda starfsemi félagsins meðal annars með því að lágmarka mögulegan skaða af völdum náttúruhamfara, tryggja rekstur og þjónustustig eins og frekast er unnt og koma í veg fyrir truflun á hefðbundinni starfsemi.
Hættustig (samkvæmt Viðlagaáætlun) var virkjað í kjölfar tilkynningu Almannavarna.
Origo fylgir viðbúnaðarstigi og tilmælum Almannavarna.