Fuglar og ljósmyndun < Origo

 
 
Ráðstefna

Fuglar og ljósmyndun

Upplýsingar

 
30. mar. 2017
 
Nýherji, Borgartún 37
 
#fuglavernd
Ráðstefna

Fuglar og ljósmyndun

30. mar. - Þessi viðburður er liðinn

Fimmtudaginn 30. mars næstkomandi fáum við í heimsókn öfluga fuglaljósmyndara sem munu sýna ljósmyndir og veita fræðsla um fuglaljósmyndun.

Nokkrir af fremstu ljósmyndurum landsins

Á viðburðinum munu Eyþór Ingi Jónsson, Gunnlaugur Sigurjónsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við þeirra myndir.

Þá mun Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og fuglaljósmyndari, kynna félagið í stuttu máli og tæpa á siðfræði fuglaljósmyndunnar.,

Ofur aðdráttarlinsur til sýnis

Við höfum fengið lánaðar aðdráttarlinsur hjá Canon Europe sem verða til sýnis, m.a. EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4X, EF 400mm f/2.8L IS II USM og EF 500mm f/4L IS II USM o.fl. Þá verða nýjustu Canon EOS myndavélarnar á staðnum, m.a. EOS 7D Mark II, EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II!

Fuglafjörið er opið fyrir alla áhugasama um fugla og fuglaljósmyndun. Húsið opnar kl: 19:00. Ókeypis inn, en nauðsynlegt að skrá sig. 

Helsjingar: Ljósm. Gunnlaugur Sigurjónsson
Kría: Ljósm. Eyþór Ingi Jónsson.