Upplýsingar

 
01. nóv. 2017
 
Grand Hótel Reykjavík
Ráðstefna

Gervigreind tekur við í Power og Linux

01. nóv. - Þessi viðburður er liðinn

Dúndurflottir fyrirlesarar frá IBM, Sláturfélaginu og "Storage kónginum" frá Nýherja um ögrandi áskoranir í gagnavinnslu, gervigreind og áherslubreytingar í Storage, AIX/Linux og IBM i. 

Fyrir hádegi: Áskoranir í gagnavinnslu og gervigreind

Fyrir hádegi mun David Chancellor-Madison halda þrjá fyrirlestra en hann leiðir "Big Data and Analytics Systems Group" hjá IBM í Evrópu.

Hann mun fjalla um úrvinnslu ólíkra gagna og ýmsar áskoranir í upplýsingatækni, hvernig Open Source gagnagrunnar ryðja sér til rúms og hvernig viðskiptavinir nýta sér gervigreind (e. Artificial Intelligence) og fá meira virði út úr upplýsingum fyrirtækisins.

Þá mun hinn eini sanni Sigurður H. Ólafsson fara yfir snjallar nýjungar í gagnageymslum fyrir IBM Power umhverfið.

Þessi hluti ráðstefnunnar hentar bæði tæknimönnum, stjórnendum í upplýsingatækni, kerfishönnuðum og yfirmönnum í þróunardeildum fyrirtækja.

Eftir hádegi: "Deep Learning" og "Virtual Machine Managment"

1) IBM i þar sem Mike Breitbach, Software Engineer IBM i Power Systems, IBM Rochester Development Lab. Hann hefur unnið hjá IBM í 28 ár og er reglulega með fyrirlestra á IBM Technical University ráðstefnum.

Hann mun fjalla um nýjungar í IBM i umhverfinu og DB2 fyrir IBM i, Systems Management og þróunarumhverfið.

2) AIX/Linux þar sem Andrew Laidlaw, Open Source og Linux sérfræðingur frá IBM UK, mun bera hitann og þungan af þessum hluta ráðstefnunnar.

Hann mun fara yfir Open Source lausnir fyrir IBM Power ásamt því að fjalla um Systems Management, Virtual Machine Managment, Artificial Intelligence, Machine Learning, Deep Learning og ef tími vinnst til vera með demo PowerVC og Artificial Intelligence. 

Eins og Mike og David, þá er Andrew reglulega með fyrirlestra á IBM Technical University ráðstefnum.

Ráðstefnugestir geta valið hvort þeir sitji alla ráðstefnuna eða aðeins fyrir eða eftir hádegi.

Við minnum á hressar veitingar í lok ráðstefnu.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.

Vinsamlegast látið vita í athugasemdum:

  • Hvaða hluta ráðstefnunnar þið viljið skrá ykkur á, f.h. og/eða e.h. (IBMi eða AIX/Linux).
  • Ef þið ætlið ekki að þiggja hádegisverð.

 

Dagskráin fyrir hádegi

08:30 Húsið opnar
09:00 Welcome + Introduction - Einar Jóhannesson
09:20  Digital Disruption in your Market - David Chancellor-Madison
10:10 Storage Presentation - Sigurður H. Ólafsson
11:00 Kaffihlé 
11:20 Data - Is it an Asset or a Curse? - David Chancellor-Madison
11:40 Artificial Intelligence and how it is Disrupting your Industry - David Chancellor-Madison
12:00 Hádegishlaðborð

Dagskráin eftir hádegi skiptist í 2 hluta:

1) IBM i 

13:00 Sláturfélagið - Web Development Tools for IBM i and their use in Icelandic Companies - Þröstur@Hugmar og Kjartan@ss 
14:00

*IBM i Hidden Gems - Mike Breitbach
*IBM i News - Mike Breitbach

15:30 Léttar veitingar.

2) AIX/Linux - Andrew Laidlaw

13:00

*Open Source on IBM Power - Modern Day Data Platform, Data, Analytics
*Management - New HMC, PowerVC, Demo
*Power Artifical Intelligence, Use cases, Machine Learning, Deep Learning, Demo
*AIX and Linux Latest News

15:30 Léttar veitingar.