NRF BIG SHOW 14. - 16. janúar 2018 < Origo

 
 
Ráðstefna

NRF BIG SHOW 14. - 16. janúar 2018

Upplýsingar

 
14. jan. 2018
Ráðstefna

NRF BIG SHOW 14. - 16. janúar 2018

14. -16. jan. - Þessi viðburður er liðinn

Enn og aftur komið að NRF BIG SHOW.

Origo mun skipuleggja ferð á þessa stærstu ráðstefnu um verslun og viðskipti í heimi nútímatækni. Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir stjórnendur að kynna sér hvað er framundan í verslun og þjónustu.

Meira en þrjátíu þúsund gestir og 500 sýnendur í hugbúnaði og vélbúnaði.

Fyrirtæki sem falla undir skilgreininguna “ Retailer “ greiða ekkert fyrir Expo aðgang að sýningarsvæði og rúmlega 60 fyrirlestrum. Nýherji í samstarfi við Toshiba Global Commerce Solutions, Ergonomic solutions, Zebra, Datalogic bjóða gistingu á hagstæðum kjörum örstutt frá Times Square

Hvernig virkar skráningin?

Skráðu fyrirtækið, netfang og smelltu á "Search". Smelltu á "Select" ef fyrirtækið þitt er á skrá annars þarft þú að senda póst á membershipInfo@nrf.com og óska eftir því að fyrirtæki þitt verði skráð sem "Retailer".

Þú ættir að fá svar innan 48 klst frá NRF og getur þá skráð fyrirtækið og fengið ókeypis Expo Hall Pass (fullt verð er 1.250 USD) með aðgangi að sýningarsvæðinu og rúmlega 60 fyrirlestrum. Einnig er hægt að kaupa full conference pass sem gildir á alla fyrirlestra.

Hvar bóka ég hótel?

Origo og Toshiba hafið samið um gott verð á gistingu hjá Millenium Broadway Hotel sem er staðsett rétt við Times square og hentar vel fyrir samgöngur. 10 mín akstur er með rútu á sýningarsvæðið.

Origo og Toshiba munu svo birta nákvæmari dagskrá þar sem við gerum grein fyrir hvað við teljum markverðast á þessari ráðstefnu sem og að bóka skipulagðar heimsóknir á sýningarbása framleiðanda. Ekki má gleyma að blanda saman vinnu og tengja saman fólkið í bransanum.

Gert er ráð fyrir um 150 manns frá Norðurlöndunum. Samstarfsaðilar Origo sjá svo um að engum leiðist á kvöldin. Frekari upplýsingar um það verða birtar þegar endanleg dagskrá liggur fyrir.

Allar frekari upplýsingar um ferðina veitir: Sigurjón Hjaltason
Sími: 5697605 eða 8960452
Tölvupóstur: sigurjon.hjaltason@origo.is