Tækifærin í AI, IoT og Blockchain fyrir Ísland! < Origo

 
 
Hádegisverðarfundur

Tækifærin í AI, IoT og Blockchain fyrir Ísland!

Upplýsingar

 
09. nóv. 2018
 
Kl. 12:00-13:00
 
Vox Club á Nordica Hilton
 
#IoT Blockchain AI
Hádegisverðarfundur

Tækifærin í AI, IoT og Blockchain fyrir Ísland!

09. nóv. - Þessi viðburður er liðinn

Gervigreind (Artificial Intelligence), Blockchain  og Internet hlutanna (IoT) eru að marka þáttaskil í allri tækni í heiminum. Hvaða einstöku möguleikar felast í þessari tæknibyltingu fyrir íslensk fyrirtæki og samfélag?

John Cohn (IBM Fellow) sem hefur stýrt gervigreindarstofu MIT-IBM, segir að heimurinn þarfnist aukinnar þekkingar til þess að vinna við þá tækni sem er að springa út og muni valda straumhvörfum innan fárra ára.

Hann segir að Ísland, sem þekkingarsamfélag og með góða innviði, búi yfir einstökum aðstæðum til þess að grípa tækifæri og skapa jafnvel forskot á aðrar þjóðir. 

Komdu á fróðlegan hádegisverðarfund með einum virtasta vísindamanni IBM og hlustaðu á hvaða möguleikar eru til staðar fyrir Íslendinga í næstu tæknibylgju. 

Einn virtasti vísindmaður IBM

IBM Fellow er æðsti heiður sem vísindamaður, verkfræðingur eða forritari hjá IBM getur öðlast en forstjóri fyrirtækisins velur fáeina útvalda í slíka stöðu ár hvert. John Cohn er einn þeirra sem öðlast þennan heiður. 

Gervigreindarstofa MIT-IBM, sem John Cohn hefur stýrt, annast verkefni á borð við þau að kenna gervigreind táknræna röksemdafærslu, að yfirfæra þekkingu af einu sviði á annað, hvernig eigi að halda fókus og vinna óhlutdrægt. Einnig að  byggja brýr milli háskólarannsókna og atvinnulífsins.

Áður starfaði John Cohn sem fyrirlesari við höfuðstöðvar IBM IOT í Munchen. Þar vann hann að verkefnum og flutti fyrirlestra víða um heim um það hvernig fyrirtæki og stofnanir í hinum ýmsu geirum geta unnið með IOT.

Athugið að viðburðinn er ætlaður stjórnendum í fyrirtækjum.