Virkjaðu kraftinn með frumkvöðlahugsun < Origo

 
 
Morgunverðarfundur

Virkjaðu kraftinn með frumkvöðlahugsun

Upplýsingar

 
08. jan. 2019
 
Kl. 09:00-10:30
 
Grand Hótel (Gullteigur)
 
#joshlinkner
Morgunverðarfundur

Virkjaðu kraftinn með frumkvöðlahugsun

08. jan. - Þessi viðburður er liðinn

FULLBÓKAÐ ER Á VIÐBURÐINN

  • Jassgítaristi sem seldi 5 tæknifyrirtæki fyrir sem nemur 24 milljörðum króna.
  • Handhafi verðlauna kennd við Barack Obama.
  • Tvisvar sinnum frumkvöðull ársins hjá Ernst og Young.
  • Metsöluhöfundur á lista New York Times.

Hvað er það við hugsunarhátt frumkvöðla sem hjálpar þessum óvenjulegu einstaklingum að grípa tækifæri sem aðrir sjá ekki?

Á snörpum en kyngimögnuðum fyrirlestri ætlar að Josh Linkner að leiða okkur í gegnum  helstu leiðir til að fanga sköpunarkraftinn, hugrekki og hugmyndafræði sprotafyrirtækja og hvernig hægt er að beita þeim til að efla vöxt, nýsköpun og skilvirkni fyrirtækja og auka ánægju viðskiptavina. 

Frumkvöðlar sjá heiminn öðrum augum en aðrir. Það er auðvelt að dást að áræðni þeirra og hugrekki. Hvernig þeir knýja áfram framþróun með byltingarkenndri nýsköpun sem gefur af sér gríðarlegan efnahagslegan ágóða auk þess að hafa djúpstæð samfélagsleg áhrif um alla veröld. 

Dagskráin

  • DJ Yamaho hitar gesti upp á undan Josh Linkner. 
  • Lærðu að virkja kraftinn með frumkvöðlahugsun.
  • Lærðu að nýta þér hraðann sem þekkist í sprotafyrirtækjum.
  • Tileinkaðu þér bestu aðferðirnar sem sprotafyrirtæki beita til að skapa truflun/sundrungu (disruption) á markaði.
  • Lærðu að forðast helstu dauðagildrur sprotafyrirtækja.
  • Þorsteinn J ræðir við Josh Linkner og kryfur fyrirlesturin.

Einstakur ferill 

Josh Linker sem hóf feril sinn sem jassgítaristi, er persónugervingur sköpunarkrafts, framtakssemi og truflandi nýsköpunar (e. disruptive innovation).

Hann hefur sett á laggirnar og verið framkvæmdastjóri fimm tæknifyrirtækja sem hafa verið seld fyrir 200 milljón dollara samanlagt.

Josh hefur skrifað fjórar bækur. Tvær þeirra, Disciplined Dreaming og The Road to Reinvention, gistu metsölulista New York Times en nýjasta bók hans heitir Hacking Innovation.

Josh Linkner er stjórnarformaður og meðstofnandi The Institute for Applied Creativity.

Hann er einnig stofnfélagi Detroit Venture Partners, sem hefur verið fjárfestir og leiðbeinandi yfir 100 sprotafyrirtækja.

Josh hefur tvisvar verið nefndur frumkvöðull ársins af Ernst & Young og hefur fengið viðurkenninguna Champion of Change sem er kennd við Barack Obama. Hann skrifar reglulega fyrir Forbes, The Detroit Free Press, og Inc. Magazine.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.

Josh Linkner Innovation Keynote Speaker 2017 - 2018

Josh is passionate about helping people and organizations seize their full potential. Consistently ranked as a top innovation keynote speaker, he brings the perfect balance of an energizing performance blended with real-world experience and credibility. He not only inspires, but moves audiences to action by offering practical and effective approaches to driving better business outcomes.