Leikjavélar, drónar og risaeðlur á UTmessunni < Origo

 
 
Viðburður

Leikjavélar, drónar og risaeðlur á UTmessunni

Upplýsingar

 
09. feb. 2019
 
Kl. 10:00-17:00
 
Harpa
 
#utmessan
Viðburður

Leikjavélar, drónar og risaeðlur á UTmessunni

09. feb. - Þessi viðburður er liðinn

4 metra há risaeðla og félagi hans, vélmennamarkvörður, stærsti Pac-Man leikur í heimi, sýndarveruleiki, æsispennandi vélmennakappakstur, svalaðu þorstanum á vélmennabarnum, spjallaðu við hressa vélmennið, dróna stýrt með hugarorku og stútfullur bás með leikjatölvum og leikjabúnaði frá Lenovo, Audio Technica og Plantronics.

Kíktu á undraveröld upplýsingatæknifyrirtækisins Origo á UTmessunni í Hörpu þann 9. febrúar. Básarnir okkar verða smekkfullir af djúsí græjum og spennandi búnaði fyrir alla aldurshópa. Taktu daginn frá og kíktu á það allra heitasta í tækni og græjum hjá Origo.

Básinn okkar er á 2. hæð við Eldborg

  • Reyndu að skora framhjá „vélmenna-Björgvini Páli“ handboltamarkverði.
  • Spila gamla góða Pac-Man á ótrúlegum risaskjá. Þú verður að prófa!
  • Heilsaðu upp á geðstirða 4 metra risaeðlu.
  •  Prófaðu sýndarveruleika.
  • Stýrðu dróna með „hugarorkunni“.
  • Spjallaðu við hugljúft og hresst vélmenni.
  • Svalaðu þorstanum á vélmennabarnum.
  • Prófaðu vélmennakappakstur.
  • Spilaðu Fortnite með köppunum í Ice Cold með aðstoð Lenovo, Audio Technica og Plantronics.