Stafræn umbreyting Tottenham < Origo

 
 
Ráðstefna

Stafræn umbreyting Tottenham

Upplýsingar

Verð

2.900

 
14. nóv. 2019
 
Kl. 08:30-10:30
 
Gullteigur á Grand Hótel
 
#digitaltransformation
Ráðstefna

Stafræn umbreyting Tottenham

14. nóv. - Þessi viðburður er liðinn

Hvernig tókst enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur að tvöfalda meðlimafjölda sinn (sem hafa forgang að miðum og annarri þjónustu hjá Tottenham) með stafrænum leiðum á aðeins þremur árum?

Tottenham er einn af risum enskrar knattspyrnu og hefur verið í fararbroddi liða þar í landi á liðnum árum.

Jack Allen, markaðsstjóri Tottenham undanfarin fjögur ár, ber ábyrgð á meðlimakerfi félagsins (One Hotspur) og stafrænum boðleiðum fyrir innlendan og alþjóðlegan aðdáendahóp félagsins. 

Á morgunverðarfundinum mun Jack Allen segja okkur frá stafrænni vegferð Tottenham á miklum breytingartímum í sögu þess, viðskiptamódeli félagsins sem hverfist um hinn stórglæsilega leikvang þess og hvernig umbreyting þess hefur byggst á stafrænum leiðum og þátttöku aðdáenda.

Þá mun Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku banka, halda erindið: Hvernig tókst Kviku að opna netbanka á fimm mánuðum?

Mun Ólöf segja frá því hvers vegna bankinn ákvað að bjóða fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga aðeins á netinu og hverju neytendur mega eiga von á í bankaþjónustu á Íslandi á næstu árum?

Verð á viðburðinn er 2.900 krónur. Innifalið er morgunmatur hjá Grand Hótel og óvæntur glaðningur frá Tottenham (á meðan birgðir endast).

Vinnur þú miða á Tottenham leik?

Þeir sem kaupa miða á viðburðinn eiga kost á að vinna 2 VIP-miða (Premium Loung Side-miðar) á Tottenham Travel Club á hinum nýja og glæsilega Tottenham Hotspur Stadium í London frá bolti.is. Innifalið er aðgangur að East Middle Travel Club Lounge fyrir og eftir leik (hlaðborð fyrir leik og veitingar í hálfleik). Heppinn þátttakandi verður dreginn út á viðburðinum 14. nóvember. 

Hjammi og stafræna byltingin hjá Tottenham

Grínistinn Hjammi (Hjálmar Örn Jóhannsson) er mikill Tottenham aðdáandi, eins og margir vita og hann er svo sannarlega stoltur yfir klúbbnum, nýmóðins hugsunarhætti hans og markaðsstjóranum sem er á leið til landsins.

Ekki missa af stafrænni umbreytingu Tottenham, þann 14. nóvember.