Ný kynslóð í Cinema EOS: Kynning á Canon EOS C500 Mark II < Origo

 
 

Ný kynslóð í Cinema EOS: Kynning á Canon EOS C500 Mark II

Upplýsingar

 
24. okt. 2019
 
Kl. 16:30
 
Borgartún 37, Reykjavík
 
#CinemaEOS

Ný kynslóð í Cinema EOS: Kynning á Canon EOS C500 Mark II

24. okt. - Þessi viðburður er liðinn

Origo stendur fyrir kynningu á Canon EOS C500 Mark II fimmtudaginn 24. október nk. kl. 16.30 þar sem Paul Atkinson, Video Product Specialist hjá Canon Europe, fer yfir helstu kosti og nýjungar í þessari mögnuðu vídeóvél sem Canon kynnti á IBC sýningunni í Amsterdam sl. september.

EOS C500 Mark II er búin 5.9K full frame CMOS myndflögu frá Canon sem skilar alvöru kvikmynda-útliti en vélin er í senn nett og traust og veitir kvikmyndagerðarfólki mikinn sveigjanleika.  Hún skilar náttúrulegum mjúkum húðlitum og áreiðanlegri litaendursköpun með lita tækni Canon.15+ stoppa latitude með breiðu litasviði - frábært fyrir High Dynamic Range framleiðslu.  DIGIC DV 7 myndörgjörvi sem skilar Cinema RAW Light upptöku beint í vél í 5.9K.

Við verðum einnig með EOS C300 Mark II og EOS C700 á staðnum þar sem áhugasamir geta spurt notendur um þeirra reynslu.

Paul starfaði í 26 ár hjá breska flughernum þar sem hann var annars vegar kennari við Defence School of Photography og hins vegar bar hann ábyrgð á upptöku, klippingu og eftirvinnslu.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Nánar um EOS C500 Mark II