Norðurljósin mynduð með Ragnari Th. Sigurðssyni - Fullbókað < Origo

 
 
Viðburður

Norðurljósin mynduð með Ragnari Th. Sigurðssyni - Fullbókað

Upplýsingar

 
28. nóv. 2019
 
Kl. 19:00
 
Borgartún 37, Reykjavík
 
#sony
Viðburður

Norðurljósin mynduð með Ragnari Th. Sigurðssyni - Fullbókað

28. nóv. - Þessi viðburður er liðinn

Sony og Origo bjóða þér að koma og læra af Ragnari Th. Sigurðssyni, einum virtasta ljósmyndara landsins, 28. nóvember næstkomandi. 

Nú þegar norðurljósin dansa og myrkrið fellur á er gaman að heyra hvernig atvinnumennirnir taka myndir. 

Ragnar, sem hefur notað Sony ljósmyndabúnað lengi,  segir okkur frá hvað hafa ber í huga þegar farið er út að leita eftir norðurljósum eða long exposure myndatökur í myrkri. Hann hefur starfað t.d. með Toyota, Royal Geographical Society og Discover the World. Ragnar sérhæfir sig í náttúruljósmyndun, einkum á norðurslóðum og er einn fremsti ljósmyndari okkar Íslendinga í því fagi.

Ragnar varð fljótt frumkvöðull í íslenskri ljósmyndun þar sem hann nýtti snemma stafrænan búnað við ljósmyndun og myndvinnslu. Árið 1985 stofnaði hann Arctic-Images, stúdíó og grafíska vinnustofu. Hann fylgist stöðugt með nýjustu tækni og kannar nýjar leiðir í ljósmyndun – allt frá hugbúnaði til dróna og framandi myndavéla. Þessi áhugi Ragnars, skapandi hugsun og ástríða á náttúrunni, hafa leitt hann í ótal spennandi ævintýri þar sem hann fangar náttúruundur á mynd með einstakri snilli.

Frá árinu 1975 hefur Ragnar fengist við fjölbreytt verkefni. Meðal þeirra eru ljósmyndun fyrir forseta og ríkisstjórn, stórar auglýsingaherferðir og útgáfa bóka, dagatala og tímarita. Sérstaða hans er án efa í náttúru- og ferðaljósmyndun. Fjölmörg tímarit hafa birt myndir Ragnars og undirstrikað velgengni hans á alþjóðavettvangi: The New York TimesNewsweekTimeNational GeographicDigital Photographer, New Scientists og fleiri.

Fullt er á þennan viðburð