Tryggðu öryggi útstöðva með BigFix < Origo

 
 
Vefvarp

Tryggðu öryggi útstöðva með BigFix

Upplýsingar

 
27. apr. 2020
 
Kl. 09:00
 
#bigfix
Vefvarp

Tryggðu öryggi útstöðva með BigFix

27. apr. - Þessi viðburður er liðinn

Hagræði og einfaldleiki með BigFix

Það kann að reynast krefjandi verkefni fyrir kerfisstjóra og öryggislausnateymi að tryggja yfirsýn, einfalda og hagræða í þeim fjölda útstöðva sem notendur hafa yfir að ráða og netþjóna sem eru til staðar í fyrirtækjum!

BigFix er er alhliða lausn sem tryggir yfirsýn, öryggi og sjálfvirkni í stýringu útstöðva og þjóna sem keyra á ​Windows, Linux og MacOS​. Lausnin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum en sífellt fleiri fyrirtæki kjósa að nota BigFix.

Á stuttum kynningarfundi mun Bergsteinn Karlsson, hópstjóri í öryggislausnum Origo, kynna helstu kosti BigFix, sem er skalanleg, einföld í innleiðingu og tryggir kostnaðarhagkvæmni. 

Bergsteinn er margsigldur í öryggismálum en hann var áður sérfræðingur hjá öryggisfyrirtækinu Syndis og þar áður starfaði hann sem rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.