Hvernig mun Dynamics NAV bregðast við þeim miklu breytingum sem eru í farvatninu með innleiðingu á persónuverndarreglugerð ESB (GDPR) þann 25. maí?
Á snörpum fundi munum við kynna til leiks samnefnda lausn frá NAV GDPR.
Til þess að fjalla um þessa öflugu lausn höfum við fengið miklar NAV-kempur til landsins, þá Julian Dalton og Charles Singleton frá NAV GDPR. Þá mun Arna Hrönn Ágústsdóttir lögfræðingur hjá Origo og GDPR sérfræðingur fara yfir þær breytingar sem eru framundan á persónuverndarlöggjöfinni.
Síðast en ekki síst verður frábær morgunverður í boði frá 8:30 þangað til fundur hefst klukkan 09:00.
Með lausn NAV GDPR er einfalt að uppfylla réttindi skráðra notenda/viðskiptavina í Dynamics NAV.
Helstu eiginleikar NAV GDPR:
Eitt af markmiðum GDPR er að auðvelda stjórnun á eigin persónupplýsinga og gögnum. Að stærstum hluta tryggir reglugerðin áfram rétt einstaklinga til að nálgast gögn er þá varða og til að leiðrétta ónákvæmni í þeim. Í reglugerðinni er einnig að finna ný réttindi, svo sem til að “gleymast” og flytja með sér gögn.
Það eru rúmlega 2 mánuðir til stefnu. Vertu klár fyrir GDPR og kynntu sér kosti NAV GDPR.