Ljósmyndagúrúinn Brian Worley snýr aftur!

Canon og Origo standa fyrir tveimur námskeiðum laugardaginn 7. apríl nk. sem hafa það að markmiði að Canon notendur hámarki notkun fókuskerfisins í EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II, læri að setja upp Wi-Fi á snjalltæki, tölvu og netþjóna og hvernig Speedlite flasskerfið er hannað til vinna, m.a. með útvarpstíðninni. Námskeiðin fara fram í ráðstefnusal Origo, Borgartúni 37.

Það er ljósmyndarinn og Canon EOS sérfræðingurinn Brian Worley sem annast kennsluna en hann starfaði í 15 ár hjá Canon Europe og tók m.a. þátt í að aðstoða evrópsk fyrirtæki að hefja sölu á stafrænum myndavélum.

Brian hefur annast þjálfun á mörgum starfsmönnum Canon og er einn helsti EOS sérfræðingur Evrópu og þótt víðar væri leitað og því mikill hvalreki fyrir íslenska áhuga- og atvinnuljósmyndara.

Brian hætti hjá Canon í lok árs 2010 og stofnaði þá fyrirtækið p4pictures til að deila sinni þekkingu og þjálfa ljósmyndara á öllum stigum. Hann er meðhöfundur tveggja ljósmyndabóka, Better Images with Canon Compact Cameras og Better Images with Canon Lenses and Flash.

Brian kom til Íslands árið 2006 og flutti þá fyrirlestur í Nýherja.

Námskeið I: Hámarkaðu notkun fókuskerfisins og almennra stillinga í EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II & Wi-Fi

Hámarkaðu notkun fókuskerfisins, veldu rétt AF Case fyrir mismunandi tegundir viðfangsefna og skildu fókuskerfið fá a-ö. Hvernig notar þú C1/C2/C3 stillingar? Að nota My Menu eiginleikann. Frábært fyrir notendur EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II og gagnast einnig notendum EOS-1D X, EOS 7D Mark II og EOS 5D Mark III. Einnig er farið í Wi-Fi eiginleikann í EOS 5D Mark IV, þ.e. hvað hver Wi-Fi eiginleiki gerir þér kleift að gera og hvenær á að nota þá. Hvernig á að setja upp Wi-Fi á snjalltæki, tethered við tölvu og FTP.

  • Tímasetning: 09.00-12:00
  • Verð 4.900 kr.

Námskeið I - Skráning

Námskeið II: Hámarkaðu notkun Speedlite flass kerfisins

Á námskeiðinu Hámarkaðu notkun Speedlite flass kerfisins er farið yfir hvernig kerfið er hannað til vinna. Farið er í útvarpstíðnina og hvað hægt er að gera með hana, að velja réttar stillingar og vinnslu á umhverfisljósi og flassi svo fátt eitt sé nefnt. Og svo auðvitað góð ráð varðandi ljósmyndum með Speedlite flassi.

  • Tímasetning: 13:00-16:00
  • Verð 4.900 kr.

Námskeið II - Skráning

Námskeið I og II

Ef þú vilt sækja bæði námskeiðin þá verðið 7.900 kr. og léttur hádegisverður innifalinn.

  • Tímasetning: 09.00-16:00
  • Verð 7.900 kr.

Námskeið I og II - Skráning

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000