Fullbókað - Óvissuferð með Canon

Laugardaginn 2. júní nk. standa Canon og Origo fyrir ljósmyndaferð þar sem við höldum aftur út í óvissuna. Við ætlum reyndar ekkert í óvissuna heldur erum við búin að skipuleggja heils dags ljósmyndaferð með öllu tilheyrandi og meira til – við ætlum þó ekki aftur á Snæfellsnesið eins og síðast þó svo að sú ferð hafi verið mjög skemmtileg.

Með í för auk auk einvala liðs starfsfólks Origo verða ljósmyndarinn Arnaldur Halldórsson og Tryggvi Már Gunnarsson, ljósmyndaleiðsögumaður, sem munu annast skipulagningu. 

Að sjálfsögðu verða svo nokkrar ferðatöskur af Canon ljósmyndabúnaði frá Canon Professional Service sem græjuþyrstir geta prófað og leikið sér með.

Aðeins 30 sæti í boði

Mæting er í Origo, Borgartúni 37, kl. 07:30 stundvíslega og gert er ráð fyrir að hópurinn skili sér þangað aftur um kl. 22:30.

Aðeins 30 sæti eru í boði. Þátttökugjald er 9.900 kr. og innifalið í því er morgunmatur, hádegismatur, kvöldverður, rúta og önnur almenn gleði. Gjald þarf að greiða við skráningu. 

Það sem þú þarft að taka með þér er:

  • Canon ljósmyndabúnaðinn þinn (jább, þetta er Canon ljósmyndaferð)
  • Tóm minniskort og hlaðnar rafhlöður!
  • Íslenski ljósmyndafatnaðurinn þinn (jább, það er ALLRA veðra von)
  • Eins og mamma segir alltaf, mundu eftir gönguskónum og húfunni!

Það sem þú þarft ekki að taka með þér:

  • Matur (Origo skaffar morgunmat, hádegismat og kvöldverð. Láttu okkur vita ef þú ert með bráðaofnæmi fyrir einhverjum mat. Þrjátíu ljósmyndarar hafa ekki tíma til að skjótast með á einhvern spítala).
  • Bifreið (Okkur er alveg sama hvernig þú kemur þér í Origo, við útvegum notalegt sæti allan daginn og skilum þér til baka í Borgartúnið um kvöldið).

- Fullbókað er í ljósmyndaferðina -

Mynd efst á síðu: Flottur hópur í Canon ljósmyndaferð á Snæfellsnesi í október 2017.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000